Get Fit Plan
Ný uppfærsla af gamla góða GET FIT PLAN en með nýjum æfingum og áskorunum!
Okkar markmið er að gera hreyfingu að skemmtilegasta tíma dagsins og það að borða og velja sér hollari kosti part af venjulegri rútínu og lífsstíl. - Ekki af því þú "þarft" að gera það heldur af því þig langar það.
Við viljum hjálpa þér að vera FIT! En að vera FIT fyrir okkur er að vera í líkama sem okkur líður vel í og við getum notað í öllum áskorunum lífsins.

Hvað þýðir að vera FIT fyrir þér?
Hlaupa lengra, lyfta þyngra, vera með meiri orku og þrek, vera léttari, vera með six pack, hafa betri stjórn á mataræðinu, sofa betur...
Við hjálpum þér að setja upp plan eftir þínum markmiðum og lífsstíl.
HVERNIG ER PLANIÐ SETT UPP?
Æfingaplanið í heildina er 12 vikur og er skipt upp í 6x 2ja vikna tímabil. Hvert tímabil er með mismunandi áherslur og aðhaldi.
Í lok hvers tímabils er farið yfir tímabilið sem var að ljúka og markmið sett fyrir næstu tvær vikur.
Hvernig fer þjálfunin fram?
Þú færð aðgang að appi með þínu æfingadagatali þar sem þú sérð alla æfingadaga og myndböndum af æfingunum.
Appið heldur einnig utan um markmið, árangur og mataræði.
Þú hefur alltaf aðgang að þjálfara í gegnum appið ef þú hefur einhverjar spurningar yfir þjálfunartímabilið.
Þú færð aðgang að appinu innan 24 tíma frá skráningu svo þú getir undirbúið þig fyrir komandi gleði.