Get Fit Áskrift
Við kynnum nýjung í þjálfuninni hjá okkur - Get Fit ÁSKRIFT!
Æfingar sem þú getur gert í ræktinni, heima eða á ferðalaginu. Æfingarnar taka ekki of langan tíma EN eru samt nógu krefjandi og skemmtilegar til þess að þær nái að halda þér við efnið og hvetji þig til að halda áfram.
HVAÐ ÞARFTU AÐ EIGA TIL ÞESS AÐ VERA MEÐ?
Ekkert!
Í Get Fit ÁSKRIFT getur þú alltaf valið á milli æfinga með eða án tóla svo það er ekki nauðsynlegt að eiga nein æfingatól til þess að fylgja planinu.
En til þess að taka æfingaplanið með áhöldum þarftu að eiga ketilbjöllu og/eða handlóð og sippuband(ekki nauðsynlegt). Það er einnig gott að eiga "booty" band(lítil teygja).
-Við hvetjum þig til að næla þér í nokkur áhöld og taka áhalda æfingarnar með okkur!
HVERNIG ER PLANIÐ SETT UPP?
Fimm daga vikunnar færðu 2x nýjar æfingar inn í dagatalið þitt í æfingaappinu sem við vinnum með.
Eina æfingu sem er algjörlega án allra áhalda og aðra sem er með áhöldum(ketilbjalla, handlóð eða sippuband).
ÞÚ velur hvora æfinguna þú vilt taka.
- Á laugardögum keyrum við púlsinn extra mikið upp og tökum vel krefjandi og sveittar æfingar sem reyna meira á þolið, sem að okkar mati er fullkomin leið til þess að byrja helgina;) (það er þó alltaf hægt að skala allar æfingar og taka eftir sinni getu).
- Á sunnudögum eru rólegri æfingadagar þar sem við leggjum aukna áherslu á "core-ið" og undirbúum kroppinn fyrir komandi átök næstu viku.
FYRIR HVERN ERU ÆFINGARNAR?
Alla!
Æfingarnar eru fjölbreyttar og krefjandi en þú getur alltaf skalað allar æfingar niður eftir þinni getu. Æfingarnar henta því bæði byrjendum og þeim sem hafa verið að æfa í lengri tíma.
Við lofum MIKLUM svita og æfingagleði sem heldur þér við efnið!
Áskriftin hentar vel þeim sem eru vanar æfingum en langar að breyta til, skora á sjálfa sig og prufa eitthvað nýtt.
Get Fit Áskrift
- Aðgangur að appi sem heldur utan um æfingarnar, markmið og árangur.
- Engin föst eftirfylgni en það er alltaf aðgangur að þjálfara í gegnum appið.
- Hugmyndir af máltíðum með uppskriftum inni í appinu.
*Ef þú vilt persónulega þjálfun með miklu aðhaldi þá gæti 12 vikna æfingakerfið okkar Get Fit Plan hentað þér betur. Skoðaðu það betur Hér.